02. mars, 2010 - 16:14
Fréttir
Lára Stefánsdóttir menntunarfræðingur hefur verið ráðin skólameistari við nýjan framhaldsskóla við utanverðan
Eyjafjörð, sem starfræktur verður í Ólafsfirði. "Mér líst vel á þetta og það verður gaman að fást við
það verkefni að koma á fót nýjum skóla," sagði Lára í samtali við Vikudag en hún var ráðin úr hópi 9
umsækjenda um stöðuna.
Lára er ráðin í stöðuna frá og með gærdeginum 1. mars en ráðgert að framhaldsskólinn taki til starfa næsta haust.
Lára segir að þetta verði eyfirskur framhaldsskóli með tengingu við framhaldsskólana á Akureyri. Það er
menntamálaráðherra sem skipar í stöðuna.