Langþreyttir á aukinni bílaumferð við Brynju

Bílaumferð hefur aukist mikið í kringum Brynju sem er ein vinsælasta ísbúð landsins. Mynd/Þröstur Er…
Bílaumferð hefur aukist mikið í kringum Brynju sem er ein vinsælasta ísbúð landsins. Mynd/Þröstur Ernir.

Bílaumferð í kringum ísbúðina Brynju á Akureyri hefur aukist talsvert undanfarin ár. Íbúar á svæðinu hafa nú fengið nóg og vilja að eitthvað sé gert í málunum. Inga Elísabet Vésteinsdóttir hefur fyrir hönd íbúa og verslunareigenda í Innbænum lagt fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Bæjaryfirvöldum var nýlega afhentur undirskriftalisti þar sem breytinga er krafist. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 11. ágúst.

Nýjast