Landvernd og Fjöregg kæra á ný

Séð yfir iðnaðarsvæðið á Bakka, en línunum umdeildu er ætlað að flytja rafmagn á svæðið fyrir kísilv…
Séð yfir iðnaðarsvæðið á Bakka, en línunum umdeildu er ætlað að flytja rafmagn á svæðið fyrir kísilver PCC. Mynd: epe

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd og Fjöregg hafa kært í annað sinn framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 að Bakka. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins

Skútustaðahreppur gaf út nýtt framkvæmdaleyfi ílok síðasta mánaðar en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi í kjölfar kæru sömu samtaka.

Í samtali við RÚV segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, að úrskurðurinn beri með sér að það hefði átt að fara fram umverfismat á fleiri þáttum en Landsnet hafði látið gera. 

 

Nýjast