Landsliðsmarkvörður Færeyja til KA/Þórs

KA/Þór hefur fengið landsliðsmarkvörð Færeyja, Fríðu Peterson, til liðs við félagið fyrir átökin í N1-deild kvenna í handbolta í vetur. Fríða er 25 ára og lék með meistaraliði Færeyja sl. vetur.

Að sögn Erlings Kristjánssonar, formanns KA/Þórs, er ólíklegt að liðið styrki sig frekar fyrir veturinn en KA/Þór leikur í N1-deildinni á ný í haust eftir eins árs fjarveru.

Nýjast