Landsbyggðin látin blæða fyrir þenslu á höfuðborgarsvæðinu
Breytingar á stöðugildum hjá hinu opinbera á árunum 2008 til 2010 hafa verið með þeim hætti að fækkunin starfa er meiri hjá stofnunum sem starfa á landsbyggðinni en þeim sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu. Stofnanir úti á landi hafa þannig orðið verr úti hvað þetta varðar en þær sem eru syðra.
Sem dæmi má nefna að fækkun starfa hjá Háskólanum á Akureyri á þessu tímabili nemur 17,1%, hjá Landbúnaðarháskólanum 16,4% og Hólaskóla 21,1%. Á sama tíma er fækkunin hjá Háskóla Íslands aðeins 1,4%. Þá má nefna að á Sjúkrahúsinu á Akureyri fækkaði störfum um 9,1% en um 7,7% hjá Landspítala.
Með þessu tölum er verið að staðfesta það sem við á landsbyggðinni höfum haldið fram að landsbyggðin verði látið blæða fyrir þensluna á höfuðborgarsvæðinu sem engin innistæða var fyrir, segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.
Það er ekki hægt að sjá á þessum tölum að það sé alltaf verið að bjarga landsbyggðinni eins og oft er haldið fram. Landsbyggðin er og hefur verið í endalausri varnarbaráttu og það virðist ekkert vera að breytast, segir Eiríkur og skorar á þingmenn að standa betur vörð um landsbyggðarstofnanirnar og þau mikilvægu störf sem þar eru unnin.