Tilgangur samningsins er að styrkja aðgang Lánasjóðs sveitarfélaga að lánsfé og koma á virkri verðmyndun á eftirmarkaði
með bréf sjóðsins. Í samningnum felst að Saga Capital setur daglega fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfaflokk lánasjóðsins
LSS 150224 en aukin viðskipti eru til þess fallin að auka seljanleika bréfanna og draga þannig úr áhættu og viðskiptakostnaði fjárfesta,
ásamt því að auka gagnsæi í verðmyndun bréfanna.
Skilmálar viðskiptavakasamningsins eru eftirfarandi:
- Saga Capital skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í LSS 150224 að lágmarki 20.000.000 að nafnvirði á
verði sem Saga Capital ákveður í hvert skipti.
- Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,00%.
- Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern skal vera 100 milljónir að nafnverði.
Saga Capital mun hefja viðskiptavaktina frá og með deginum í dag, 22. desember 2008, segir í fréttatilkynningu.