Lagt til að búvörusamningar verði styttir í þrjú ár

Gildistími búvörusamninga verður styttur úr tíu árum í þrjú ef tillaga Atvinnuveganefndar Alþingis nær fram að ganga. Formaður nefndarinnar segir að markmiðið sé að samningarnir verði samþykktir fyrir þinglok.

Búvörusamningar voru undirritaðir í febrúar og áttu að gilda í tíu ár frá næstu áramótum, en taka átti þá til endurskoðunar tvisvar á því tímabili. Samningarnir sem hafa verið gagnrýndir harðlega frá því að þeir voru undirritaðir, sérstaklega gildistími þeirra bíða samþykkis Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur unnið að breytingartillögum á samningunum, og voru þær kynntar forsvarsmönnum Bændasamtakanna í gær. Jón Gunnarsson er formaður nefndarinnar. RÚV segir frá þessu á vefsvæði sínu.

 

 

Nýjast