Lágflug herþotna hætti yfir flugvellinum
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram bókun á fundi bæjarráðs í síðustu viku
þar sem lágflugflug herþotna yfir bænum var harmað. Í bókuninni segir m.a lagði fram eftirfarandi bókun: "Við skorum á
bæjaryfirvöld á Akureyri að mótmæla því að flugvöllurinn í bæjarlandinu sé notaður fyrir hernaðarbrölt og
minnum á að markmið æfinganna er að þjálfa flugmenn til hernaðaríhlutunnar og drápa."
Minnt er á að í fyrra hafi verið ákveðið va að bæjarstjórinn á Akureyri gerðist meðlimur í samtökunum Mayors for Peace og að Reykjavíkurborg hafi skorað á utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld að beita sér fyrir því að umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll verði stöðvuð nema í þeim tilvikum þegar flugvöllurinn þjónar hlutverki varaflugvallar. Loks er skorað á bæjaryfirvöld á Akureyri að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og "undirstrika þar með vilja sinn til að vinna að friði í heiminum."