Læknavakt í sjúkraflugi í 10 ár

Í dag, 15. mars 2012, eru 10 ár síðan læknavakt hófst formlega í tengslum við sjúkraflugið. Læknavaktin starfar í nánum tengslum við sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði Akureyrar. Sjúkraflutningamenn með neyðarflutningaréttindi fara með í öll flug frá Akureyri og hafa gert svo frá árinu 1997.  Fjöldi sjúkraflutninga í sjúkraflugi hefur farið vaxandi á undanförunum tíu árum og eru að meðaltali um 460 flug á ári á undanförnum fimm árum og 487 sjúklingar á ári á sama tíma. Í um það bil helmingi tilfella fara læknar með í flug en þeir fara með í öll forgangsflug (F1 og F2). Læknarnir sem hafa verið að fara með í sjúkraflugin eru ýmist læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða Heilsugæslustöðinni og hafa þeir hlotið sérstaka þjálfun til þess að geta farið í sjúkraflug. Á Akureyri er miðstöð sjúkraflugsins í landinu og er Sjúkrahúsið á Akureyri læknisfræðilegur bakhjarl þess.

Nýjast