LA og Norðurorka í samvinnu á öskudaginn

Glæsilegur hópur á ferð um bæinn á síðasta ári.
Glæsilegur hópur á ferð um bæinn á síðasta ári.

Öskudagurinnn er á morgun miðvikudag og þá munu akureysk ungmenni taka daginn eldsnemma að vanda og halda út í daginn í alls kyns búningum. Börnin munu heimsækja fyrirtæki, verslanir og stofnanir út um allan bær, taka þar lagið, í þeirri von að fá eitthvað gott að launum. Í tilefni öskudagsins, hafa Leikfélag Akureyrar og Norðurorka leitt saman hesta sína og ætla að bjóða upp á kattarslag á flötinni neðan við Samkomuhúsið kl. 10.30. Í Samkomuhúsinu verður tekið vel á móti öllum syngjandi kátum sjóræningjum og landkröbbum. Krökkum verður boðið upp á svið til að syngja öskudagssöngva og samkeppni verður um flottasta búninginn. Það lið sem slær tunnuna fær fjóra miða á Gulleyjuna. Það lið sem slær köttinn fær fjóra miða á Gulleyjuna og sá sem vinnur búningasamkeppnina fær tvo miða á Gulleyjuna.

 

 

Nýjast