Hér er á ferðinni splunkuný útgáfa af þessum frábæra gamanleik, sem hefur verið færður til Íslands í dag í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur og staðfærslu leikhópsins. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson en leikarar eru Ari Matthíasson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Halldór Gylfason og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
Þegar matarverð hækkar upp úr öllu valdi taka konurnar málin og matinn í sínar hendur. Þegar löggan kemst á sporið hverfa vörurnar og "óléttar" konur fylla göturnar. Þegar sérsveitarmaður reynir að fletta ofan af hinni dularfullu frjósemi verður hann sjálfur óléttur.