Boðað er til kynningarfundar með foreldrum barna í leikskólum í sal Brekkuskóla þriðjudaginn 20. desember kl. 20.00. Fundarefni er fyrirhugaðar breytingar á morgunverði í leikskólum Akureyrarbæjar. Á fundinum verða kynntar fyrirhugaðar breytingar og ástæður þeirra. Á eftir kynningunni munu Eríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Preben Jón Pétursson varaformaður skólanefndar, Gunnar Gíslason fræðslustjóri og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi sitja fyrir svörum.