Þór Sigurðsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Gamla bænum Laufási, munu fjalla um ýmsa þætti sem forfeður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Þjóðlegur fróðleikur um fyrirboða, drauma, hegðun dýra til að spá fyrir um veður og gestakomur og margt fleira.
Í dag kl. 16.00 stendur Gamli bærinn í Laufási í samvinnu við Laufásshópinn fyrir námskeiði í gerð tólgarsápu. Athygli er vakin á því að einu sinni í mánuði verða ýmis konar námskeið á þjóðlegum nótum haldin í Gamla bænum í Laufási. Kennarar verða frá Laufásshópnum en það er hópur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins hvort sem það er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru. Upplýsingar má finna inn á www.minjasafnid.is