Kvikmyndaklúbbur Akureyrar, KvikYndi, sýnir í dag, mánudaginn 2. febrúar, tvær myndir í röð heimildarmynda sem fjalla um mannréttindi. Það er Franska sendiráðið á Íslandi sem lánar myndirnar. Sýningar fara að venju fram á efstu hæð í Rósenborg og byrja kl 18:00. Leyfilegt er að taka með sér nesti. Hvor myndin er rúmlega 50 mínútur að lengd.