KvikYndi sýnir á alþjóðlegri byggðaráðstefnu á Akureyri
KvikYndi (Félag kvikmyndaáhugamanna á Akureyri) er samstarfsaðili ráðstefnunnar um Norræn byggðamál eða Nordic Ruralities sem hófst á Akureyri á sunnudag og líkur í dag þriðjudaginn 24. maí. Eitt af umræðuefnum ráðstefnunnar er ímynd Norðurslóða í kvikmyndum.
Af því tilefni verða í dag sýndar fjórar heimildarmyndir sem fjalla um líf og störf fólks í afskekktum byggðum á Norðurslóðum. Sýningarnar verða í Háskólanum á Akureyri í stofu M-101. Akureyringum er boðið að koma og horfa á myndirnar án þess að hafa skráð sig eða greitt ráðstefnugjald.
Sérstök athygli er vakin á myndinni Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen en hún fjallar um breytingar á samfélaginu Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar setningar kvótakerfisins. Stiklu úr myndinni má sá hér að neðan. /epe.
Myndirnar eru á ýmsum tungumálum en allar textaðar með enskum texta.
13:50 – 14:25 (34 mín)
The Way to Arctic Glass Studio
Eftir Kristin Nicolaysen
14:30 – 14:55 (25 mín)
Our Own Car Repair Shop!
Eftir Kristin Nicolaysen.
15:00- 15:40 (38 mín)
Lets Build a Waterfall!
Eftir Anniken Førde og Trond Waage. 15:45 – 17:05 (80 mín)
We are Still Here / Veðrabrigði
Eftir Ásdísi Thoroddsen, framleiðandi Hjálmtýr Heiðdal