Kviknaði í út frá steikingarpotti

Eldur kviknaði í einbýlishúsi við Sunnuhlíð á Akureyri í gærkvöld.

Upptök eldsins má rekja til feitipotts sem notaður hafði verið við laufabrauðsbakstur fyrr um kvöldið. RÚV sagði frá þessu.

Íbúar kölluðu eftir aðstoð slökkviliðs en voru sjálfir búnir að ráða niðurlögum eldsins áður en aðstoð barst. Þá átti eftir að reykræsta húsið.

Nýjast