Kvennasöguganga á Akureyri
Sunnudaginn 19. júní n.k. býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri. Gengið verður í fótspor kvenna sem settu svip sinn á Brekkuna. Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor leiðir gönguna sem hefst í Lystigarðinum klukkan 11.00 og lýkur á sama stað klukkan 12.30. Lagt verður af stað frá flötinni við Café Laut.
Tilefni göngunnar er að þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru því liðin 101 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.