Kvennahlaupið 2016: góð þátttaka fyrir norðan

Það var ekkert gefið eftir í upphituninni á Húsavík. Mynd: /epe
Það var ekkert gefið eftir í upphituninni á Húsavík. Mynd: /epe

Kvenna­hlaup ÍSÍ fór fram í 27. sinn á laugardag. Hlaupið var á um 80 stöðum á land­inu og voru þátttakendur á 13. Þúsund í heildina. Á milli 300 og 400 manns hlupu á Ak­ur­eyri í góðu veðri og á Húsa­vík hlupu um 70 kon­ur og börn, Tveir feður slægðust einnig með. Þar var ágætt hlaupaveður, hægur vindur og þoka.

Fjöldinn í Kvennahlaupinu hefur verið svipaður undanfarin ár. Mark­mið hlaupsins er að hvetja kon­ur á öllum aldri til að hreyfa sig. Eng­in tíma­taka er í hlaup­inu enda er frek­ar ætlast til að kon­ur njóti sín og sam­ver­unn­ar, kjörið tækifæri fyrir fleiri kynslóðir að hlaupa saman. /epe.

Kvennahlaupið 2016

 

Kvennahlaup 2016

Nýjast