Kvennahlaup ÍSÍ haldið á laugardaginn

Árlegt kvennahlaup ÍSÍ verður haldið um allt land laugardaginn 4. júní næstkomandi. Hlaupið vekur jafnan mikla athygli en hlaupið er á yfir 90 stöðum bæði hér á landi og erlendis. Á Akureyri er hlaupið frá Ráðhústorginu kl. 11:00. Vegalengdir í boði eru 2 km og 4 km.

Forskráning er á Glerártorg, Hagkaup, Bónus og Samkaup Úrval í dag, miðvikudag, og föstudaginn 3. júní milli 16 og 18. Hlaupið verður frá Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 3. júní kl: 10:00.

Meginmarkmið hlaupsins er að vekja og viðhalda áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu, efla samstöðu, og einnig og ekki síst að vekja umræðu um íþróttir kvenna.  Í Kvennahlaupinu geta ömmur, mömmur, dætur og vinkonur tekið þátt í sama íþróttaviðburðinum, hver á sínum forsendum.

Nýjast