Kveðst ekki vera að safna húsum

Thomas Martin Seiz, nýr eigandi Hrafnabjarga einbýlishússins glæsilega í Vaðlaheiðinni sem áður var í eigu Jóhannesar Jónssonar, hyggst flytja inn í húsið á næsta ári ásamt fjölskyldu sinni, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. "Við erum að laga innréttingar og breyta einu og öðru," segir Seiz í samtali við Fréttablaðið. Salan á húsinu vakti mikla athygli og ekki minnkaði forvitnin þegar DV greindi frá því að svissneskur auðkýfingur hefði keypt það. Seiz vísar því hins vegar á bug að hann sé einhver auðjöfur. "Ég er ekki að safna húsum og ég er ekki auðkýfingur eins og sagt var í DV,"  segir Seize. Hann er m.a. í ferðaþjónustu og leigir út tvö sumarhús á Nolli í Eyjafirði. Þar að auki á hann tvö íbúðarhús í Grenivík. Annað er leigt út en hitt verður samkvæmt Fréttablaðinu  mögulega rifið til að koma fyrir nýju húsi.

Nýjast