Kvartettinn Mógil leikur á Heitum fimmtudegi í Deiglunni
Tónlistin er samin af hljómsveitarmeðlimum. Mógil hefur starfað saman í 5 ár og farið í tónleikarferðir um Ísland, Belgíu, Danmörk, Lúxemburg og Holland. Hún hefur spilað á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. á Djasshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlagahátiðinni á Siglufirði og á WOMEX heimstónlistarhátiðinni. Haustið 2007 tók Mógiil upp geisladiskinn Ró, sem hefur fengið frábæra dóma hér á landi og í blöðum erlendis. Einnig var Ró tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og valin 3 besta plata ársins 2008 af gagnrýnanda Morgunblaðsins. Mógil er að senda frá sér nýjan geisladisk "Í stillunni hljómar". Diskurinn var gefin út í Belgiu og Hollandi í mars og hefur fengið strax góða dóma þar. Mógil er á tónleikaferðalagi um Ísland til þess að kynna nýja diskinn.