Kvartettinn Mógil leikur á Heitum fimmtudegi í Deiglunni

Á Heitum fimmtudegi nr. 2 í Deiglunni í dagskrá Listasumars á Akureyri, verður að venju boðið upp á einstaklega fjölbreytta dagskrá. Á morgun fimmtudag leikur hið rómaða band Mógil,en kvartettinn skipa Heiða Árnadóttir söngur, Hilmar Jensson rafgítar, Joachim Badenhorst klarinett og Kristín Þóra Haraldsdóttir víola.  

Tónlistin er samin af hljómsveitarmeðlimum. Mógil hefur starfað saman í 5 ár og farið í tónleikarferðir um Ísland, Belgíu, Danmörk, Lúxemburg og Holland. Hún hefur spilað á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. á Djasshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Þjóðlagahátiðinni á Siglufirði og á WOMEX heimstónlistarhátiðinni. Haustið 2007 tók Mógiil upp geisladiskinn Ró, sem hefur fengið frábæra dóma hér á landi og í blöðum erlendis. Einnig var Ró tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og valin 3 besta plata ársins 2008 af gagnrýnanda Morgunblaðsins. Mógil er að senda frá sér nýjan geisladisk "Í stillunni hljómar". Diskurinn var gefin út í Belgiu og Hollandi í mars og hefur fengið strax góða dóma þar. Mógil er á tónleikaferðalagi um Ísland til þess að kynna nýja diskinn.

Nýjast