Kvartett Sigurðar Flosasonar og dönsk söngkona á Heitum fimmtudegi

Á Heitum fimmtudegi nr. 5 í Ketilhúsinu 28.júlí mun  ein af vinsælustu jazzsöngkonum Dana; Cathrine Legardh og kvartett Sigurðar Flosasonar saxófónleikara troða upp. Á sl. hausti tóku þau upp plötu í Kaupmannahöfn með dönskum meðleikurum  þeim: Peter Rosendal, Lennart Ginman og Andreas Fryland.  

Lögin á plötunni eru eftir Sigurð en textarnir eftir Catharine og hún kom út hjá Storyville útgáfunni í mars s.l. og var fylgt eftir með tónleikum í Danmörk í s.l. vori. Nú verður bandið skipað, auk þeirra Agnari Má Magnussyni á píanó, Þorgrími Jónssyni á kontbassa og Einari Scheving á trommur.  Efnisskráin er spennandi og áhugaverð. Frekari upplýsingar á: http://www.legardh.dk/indexenglish.html. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, og er almennt miðaverð kr. 2.000, og 1.000 kr. fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar

Nýjast