Krulluliðið heldur áfram að gera góða hluti á EM
Íslenska liðið í C-keppni Evrópumótsins í krullu heldur áfram að gera góða hluti en í morgun sigraði liðið Pólverja, 7-6, í jöfnum og spennandi leik. Fyrir leikinn höfðu Pólverjar unnið alla sjö leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið á mótinu. Ísland er í baráttunni annað sæti mótsins en liðið mætir Litháum í lokaleik sínum kl. 14:00 að íslenskum tíma í dag. Einnig berjast Tyrkir um annað sætið en þeir mæta Slóvenum í lokaleiknum.
Fari svo að Tyrkir vinni munu annað hvort Íslendingar eða Litháar leika aukaleik við þá um það hvor þjóðin fer upp í B-flokk. Tapi Tyrkir sínum leik verða það sigurvegarar úr leik Íslands og Litháen sem fara í B-flokk.