Krónan og ELKO opna á Akureyri
Verslanirnar Krónan og ELKO munu opna á Akureyri innan tíðar. Vonir standa til að framkvæmdir við verslanirnar hefjist strax á næsta ári. Stefnt er að því að opna verslanirnar á sama tíma, sem báðar eru í eigu Festi hf., en dagsetning á opnun liggur ekki fyrir. Áætlað er að verslanirnar tvær verði báðar staðsettar við Glerárgötu og á milli þeirra verði bílastæði.
Nánar er fjallað um þetta í Vikudegi sem kom út í dag og rætt við markaðstjóra Krónunnar og ELKO.