Stjórnandi á tónleikunum í kvöld verður Petri Sakari. Á efnisskránni eru íslenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Auk þess verður leikin fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut. Miðaverð á þessa tónleika er aðeins 1.000 krónur og er miðasala m.a. við innganginn. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarstofu.