Kristján í hópi þeirra sem greiða hæstu opinuberu gjöldin
Í næstu sætum eru Guðbjörg M. Matthíasdóttir, Vestmannaeyjum, sem greiðir 98,2 milljónir, Guðmundur Steinar Jónsson, Garðabæ, sem greiðir 91,7 milljónir, Sigurður Sigurgeirsson, Kópavogi, sem greiðir 85,6 milljónir, Jóhannes Jónsson, Kópavogi, sem greiðir 78,6 milljónir, og Kristján V. Vilhelmsson, Akureyri, sem greiðir einnig 78,6 milljónir króna. Á síðsta ári var Guðbjörg efst á lista yfir hæstu gjaldendur en hún greiddi tæplega 343 milljónir í skatta samkvæmt álagningarskrá. Árið 2009 var Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður á Akureyri, hæstur með tæplega 170 milljónir. Árið þar á undan var Hreiðar Már Sigurðarson, þáverandi forstjóri Kaupþings, skattakóngur með um 400 milljónir í skatta.
Á skattgrunnskrá nú voru 260.764 framteljendur. Af þeim sættu 10.190 áætlunum eða 3,91% af skattgrunnskrá. Stærsti hluti álagðra gjalda hefur þegar verið innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda, það á þó ekki við um auðlegðargjald, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraða og slysatryggingagjald. Við álagningu fer ennfremur fram uppgjör staðgreiðslu og ákvörðun endurgreiðsla ýmissa bóta. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra um allt land næstu tvær vikur eða til og með 8. ágúst. Kærufrestur rennur út 24. ágúst, segir á mbl.is.