Það má segja að sannkallað kraftaverkalamb hafi komið í leitirnar eftir að hafa verið tínt í þrjá mánuði aðeins 120 metra frá fjárhúsinu.
Ólafur Jónsson bóndi frá Fjöllum 1 í Kelduhverfi segir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi fundið lamb inn í eða á milli heyrúlla. „Þegar ég kem allveg að rúllunum sé ég í ull og sé strax að líklega hafi kind skriðið þarna undir í haust og sé þá lögnu dauð. Ég ríf í ullina og finn þá mér til mikillar furðu að kindin er lifandi þarna undir í þrengslunum og vill ekki láta draga sig út. Mér brá ekkert smá en togaði nú samt og kom þá í ljós að þetta var lamb og var ég samstundis viss um hvaða númer væri á því. Þarna var þá komin lífgimbur númer 146 sem ég hafði saknað eftir að ég fór að hýsa líflömbin í haust,“ skrifar Ólafur m.a. Lambið var þá búið að vera vatnslaust í um þrjá mánuði en eitthvað náð að éta af heyi.
Í annarri færslu Ólafs kemur fram að lambið hafi fengið nafnið Rúlletta. Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.