KR-ingar hlutu N1 bikarinn
Glæsilegu N1-mót KA í knattspyrnu lauk í gær en krakkarnir voru einstaklega heppnir með veður þar sem sól og blíða með sumarhita var ríkjandi. N1-bikarinn í ár fyrir samanlagðan árangur hlýtur KR. Úrslitin úr öllum deildum mótsins má sjá hér að neðan.
Úrslit í frönsku deildinni:
1. sæti KR 1
2. sæti Samherjar
3. sæti – Fylkir 1
Úrslit í ensku deildinni:
1. sæti ÍA
2. sæti Fjölnir
3. sæti – KA
Úrslit í dönsku deildinni:
1. sæti Fjarðabyggð
2. sæti KR
3. sæti – Haukar
Úrslit í chileönsku deildinni:
1. sæti – Stjarnan 2
2. sæti – Þór
3. sæti – KR
Úrslit í brasilönsku deildinni:
1. sæti Grindavík
2. sæti Fram
3. sæti – Njarðvík
Úrslit í argentínsku deildinni:
1. sæti – KR
2. sæti – Fjölnir 1
3. sæti – KA
Háttvísiverðlaun voru gefin af Sjóvá fyrir prúðustu framkoma innan vallar og þau hlutu FH og Selfoss.
Sveinsbikarinn, gefinn til minningar um Svein Brynjólfsson, sem var einn af þeim mönnum sem lagði grunninn að ESSO-mótinu/N1-mótinu og er veittur því félagi sem metið er hafa sýnt sérstaka háttvísi innan vallar, rann svo í hendur Dalvíkinga.