Kostnaður við viðgerðir nemur 13 milljónum

Kostnaður við viðgerðir eftir skemmdir sem unnar voru á Akureyrarkirkju í vetur sem leið nema tæpum 13 milljónum króna. Það er RÚV sem greindi frá þessu. Þar er haft eftir Ólafi Rúnari Ólafssyni, formanni sóknarnefndar að söfnuðurinn geti enganveginn staðið undir öllum þessum kostnaði án utanaðkomandi aðstoðar.

Sjá einnig: Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju

Fjórum öryggismyndavélum hefur nú verið komið fyrir á kirkjunni. „Við fengum gefins öryggismyndavélar og þær eru nú komnar upp og byrjaðar að taka upp allar mannaferðir við kirkjuna. Þannig að við eigum þess kost þá að líta á upptökur og sjá hvað hefur farið hér fram ef þess gerist þörf aftur,“ segir Ólafur Rúnar í samtali við RÚV.

Nýjast