Kostnaður við úðun gegn skógarkerfli farið fram úr áætlun
Líkt og í fyrrasumar, hefur verið úðað gegn skógarkerfli í Eyjafjarðarsveit á kostnað sveitafélagsins það sem af er
þessu sumri. Verkið hefur reynst umfangsmikið og meira en áætlað var og nú er svo komið að kostnaður hefur farið nokkuð fram úr
áætlun.
Umhverfnisnefnd hefur því ákveðið að láta staðar numið í úðun þetta sumar, þrátt fyrir að enn séu eftir óúðuð svæði með skógarkerfli. Nefndin beinir þeim tilmælum til landeigenda að taka málin í sínar hendur og úða sjálfir svæði sem ekki hafa verið úðuð í ár. Úðun verður áframhaldið næsta sumar en komandi vetur verður nýttur til að skoða hvernig áætlað fjármagn nýtist best í þessari baráttu. Þetta kemur fram á vef Eyjafjarðarsveitar.