Kostnaður við eftirlit vegna fram- kvæmda við undirgöng 2,4 milljónir króna

Verkfræðistofa Norðurlands ehf. átti lægsta tilboð í eftirlit með framkvæmdum við gerð undirganga undir Hörgárbraut á Akureyri og hljóðaði það upp á 2,4 milljónir króna. Verkís hf. bauð rúmar 2,9 milljónir króna í verkið og átti frávikstilboð upp á rúmar 2,4 milljónir króna. Framkvæmdir við undirgöngin eru hafnar og er Hörgárbraut lokuð milli Hlíðarbrautar og Undirhlíðar til 5. júní nk.  

Eins og fram hefur komið átti Finnur ehf. lægsta tilboð í framkvæmdir við undirgöngin  og göngustíga en það hljóðaði upp á tæpar 26 milljónir króna, eða 64,4% af kostnaðaráætlun. Vegna lokunar Hörgárbrautar er hjáleið um Hlíðarbraut, Krossanesbraut og Undirhlíð. Verklok eru áætluð 17. júlí nk.

Nýjast