Það verður ansi breytt lið hjá Þór sem mætir til leiks þegar 1. deild karla í körfubolta hefst í haust, en alls hafa sex leikmenn yfirgefið félagið í sumar. Þessir leikmenn eru Konrad Tota, Cedric Isom, Guðmundur Jónsson, Jón Orri Kristjánsson, Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Jóhannesson.
Tveir ungir Keflvíkingar bætast í leikmannahóp Þórs fyrir veturinn, þeir Páll Kristinsson og Elvar Sigurjónsson, auk þess sem ungur Bandaríkjamaður að nafni Wesley Hsu mun koma til félagsins.