Konur fagna áfangasigrum í réttindabaráttu sinni

Samkoma verður í Akureyrarakademíunni nk. fimmtudagskvöld.
Samkoma verður í Akureyrarakademíunni nk. fimmtudagskvöld.

Fimmtudagurinn 8. mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna eða “International Womens Day”. Þennan dag fagna konur þeim áfangasigrum sem þær hafa náð í réttindabaráttu sinni. Einkunnarorð Sameinuðu þjóðanna vegna áttunda mars 2012 eru: “Eflum stöðu kvenna og bindum endi á hungur og fátækt”. Zontasamtökin vinna að því að efla stöðu kvenna um allan heim. Zontakonur á Akureyri ætla að halda upp á daginn með samkomu í Akureyrarakademíunni klukkan 20.00 nk. fimmtudag. Þar ætla þær að kynna starf Zontahreyfingarinnar einkum á alþjóðavettvangi. Kynnt verður það hjálparstarf sem Zontahreyfingin vinnur í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar með því að sýna glærur og útskýra þær. Allir eru velkomnir á þessa samkomu meðan húsrúm leyfir.

Dagskráin í Akureyrarakademíunni:

Barátta gegn sýruárásum á konur í Cambodiu, Nepal og Uganda. Ragnheiður Hansdóttir sýnir glærur og skýrir þær.

Unnið að því að hindra smit á HIV veiru frá móður til barns í Rwanda og  barist gegn kynbundnu ofbeldi. Sigríður Sía Jónsdóttir  sýnir glærur og  skýrir þær.

Veitingar í boði Zontakvenna.

Öruggar borgir fyrir konur í Guatamala borg og San Salvador. Annette J.de Vink sýnir glærur og skýrir þær.

Fistulu verkefni í Liberíu. Læknishjálp, fyrirbyggjandi aðgerðir og enduhæfing. Sigfríður Inga Karlsdóttir sýnir glærur og skýrir þær.

Tekið er við frjálsum framlögum, sem renna óskert í Zontasjóðina.

 

 

Nýjast