Konur 80% af nemendum í Háskólanum á Akureyri

Séð yfir háskólasvæðið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson
Séð yfir háskólasvæðið á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson

Af heildarnemendafjölda Háskólans á Akureyri eru 80% þeirra konur en eins og fram hefur komið í fréttum hafa nemendur í HA aldrei verið fleiri en nú. Konur hafa löngum verið í meirihluta HA en bilið hefur verið að breikka meira undanfarin ár.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor skólans, segir það sérstakt ánægjuefni hversu duglegar konur hafa verið að sækja í nám við skólann. Hins vegar sé það áhyggjuefni að ungir karlmenn sæki minna í háskólanám.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Eyjólf í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast