Kona í vanda á Súlum
Súlur - björgunarsveitin á Akureyri er nú á leið til aðstoðar erlendri ferðakonu sem er í vanda á Súlum. Hún hugðist ganga á fjallið eftir stikaðri leið en tapaði áttum og er komin út af henni. Veður er ekki hagstætt fyrir göngu á fjallið, snjókoma og lítið skyggni þegar komið er upp fyrir 300 m hæð.
Konan hringdi eftir aðstoð og er í símasambandi við björgunarsveitina og er unnið að því að finna út nánari staðsetningu hennar. Verið er að senda röska göngumenn á fjallið. Leiðin á Súlur er ekki löng, aðeins tekur um eina og hálfa klukkustund að ganga hana á góðum degi.