Kona dæmd fyrir að veitast að starfsfólki fjölskyldudeildar

Þrítug kona á Akureyri hefur í Hæstirétti verið dæmd í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að starfsmönnum fjölskyldudeilar bæjarins með barsmíðum og hótunum. Henni er einnig gert að greiða þremur starfsmönnum fjölskyldudeilar bæjarins samtals liðlega hálfa milljón króna í skaðabætur.  

Konan var ákærð fyrir brot gegn valdsstjórninni , með því að veitast á starfsmönnum fjölskyldudeilar og  hafa slegið einn starfsmanna með glerbroti. Þá var konunni gefið að sök að hafa hótað starfsmönnum fjölskyldudeildarinnar láfláti og einum starfsmanni að smita hann af HIV-sjúkdómi. Loks var hún og ákærð fyrir þjófnað.  

Hæstiréttir staðfesti í meginatriðum dóm Hérðasdóms. Konan var eins og fyrr segir dæmd til fimmtán mánaða fangelsinsvistar , og fellur sú refsing niður haldi hún almennt skilorð í þrjú ár. Hún var dæm til að greiða einum starfsmanna fjölskyldudeildar liðlega hálfa milljón í skaðabætur, öðrum tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur og þriðja starfsmanninum sexþúsund krónur. Þá er henni gert að greiða Akureyrarbæ nærri fjötutíuþúsund krónur í skaðabætur. Einnig dæmdi Hæstiréttur konuna til að greiða málskostnað , liðlega fjögurhundruð þúsund krónur.
Sjá dóm Hæstaréttar hér

Nýjast