01. júlí, 2011 - 13:49
Fréttir
Það er líf og fjör á knattspyrnuvöllum Akureyrar þessa dagana. N1-mót KA hófst á miðvikukdag, þar sem 1.500 drengir í 5.
flokki frá 37 félögum um allt land etja kappi á KA-svæðinu. Ef foreldrar og fararstjórarar eru taldir með má áætla að um 2.000
manns séu á bænum vegna N1-mótsins. Þá hófst hið árlega Pollamót Þórs og Icelandair í morgun á
Þórsvellinum.
Um 500 keppendur, sem komnir eru af léttasta skeiðinu, eru skráðir til leiks á Pollamótinu en liðin á mótinu telja rúmlega 50 og
verður spilað fram á kvöld og fram eftir degi á morgun laugardag. Þá verður bikarleikur á Þórsvellinum á morgun kl. 16:00
þegar Þór og Grindavík mætast í 8-liða úrslitum karla. Sannkölluð veisla er því fyrir knattspyrnuáhugafólk
á Akureyri þessa dagana.