24. janúar, 2010 - 13:10
Fréttir
Meirihluti umhverfisnefndar Akureyrar leggst ekki gegn því að KKA verði úthlutað keppnis- og æfingasvæði á Glerárdal fyrir
enduroakstur. Þó vill nefndin að svæðinu verði aðeins úthlutað til bráðabirgða í t.d. 5 ár og þá verði
þessi ákvörðun tekin til endurskoðunar í ljósi reynslunnar. Nefndin leggur á það áherslu að gætt verði hófs
í röskun lands og KKA verði gert að gæta fyllsta öryggis og að landi verði alls ekki raskað utan brauta. Til greina kemur að láta girða
svæðið af við Hlíðarfjallsveg.
Umhverfisnefnd telur að ekki komi til greina að leggja meira land undir þessa starfsemi á þessu svæði og að tryggt verði að þeir sem eiga
hagsmuna að gæta t.d. Skotfélagið og aðrir séu sáttir við þessi áform. Petrea Ósk Sigurðardóttir og Klara Sigríður
Sigurðardóttir sátu hjá við afgreiðslu og óskuðu bókað að þær gætu ekki fallist á tillöguna að svo komnu
máli og óskuðu eftir frekari skoðun á málinu.