Kjörstaðir á morgun
Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 29. október.
Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hríseyjarskóla og í Félagsheimilinu Múla Grímsey. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa. Kjörfundur hefst á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey klukkan 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00
Kjörfundur í Dalvíkurbyggð verður í Dalvíkurskóla og hefst klukkan 1000. kjörstað verður lokað klukkan 22.00.
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 22:00.
Norðurþingi er skipt niður í eftirfarandi fimm kjördeildir:
Kjördeild I og II – Borgarhólsskóla Húsavík
Fyrir íbúa Húsavíkur og Reykjahverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-22:00.
Kjördeild III – Skúlagarði
Fyrir íbúa Kelduhverfis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
Kjördeild IV – Skólahúsinu Kópaskeri
Fyrir íbúa Kópaskers og Öxarfjarðar. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.
Kjördeild V – Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn (Ráðhúsið)
Fyrir íbúa Raufarhafnar og nágrennis. Kjörfundur er opinn kl. 10:00-18:00.