Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögur kjörstjórnar að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir fyrir komandi alþingskosningar þann 28. október nk.
Tíu kjördeildir verða á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey í Grímseyjarskóla.
Kjörfundir munu standa frá kl. 09:00 til kl. 22:00.