Kjartan Páll fastráðinn í starf tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Norðurþings

Kjartan Páll Þórarinsson. Mynd: JS
Kjartan Páll Þórarinsson. Mynd: JS

Kjartan Páll Þórarinsson hefur verið ráðinn sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings.

Kjartan Páll hefur lokið B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Undanfarið ár hefur Kjartan Páll starfað sem tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hjá Norðurþingi í afleysingu. Áður starfaði Kjartan sem framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Völsungs og hjá Þekkingarneti Þingeyinga sem verkefnastjóri.

Nýjast