Kiwanismenn komu færandi hendi
Félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbak komu færandi hendi í liðinni viku, í félagsaðstöðu geðfatlaðra Skútagili 2, með 10 nýja stóla sem nýtast munu gestum og starfsfólki í nýuppgerðri íbúðinni.
Ekki gátu Kiwanismenn setið á sér með að tilla sér á stólana og þiggja kaffisopa og smákökur sem starfsfólk bauð uppá.