Kiwanisklúbburinn Skjálfandi: Flugeldasalan á Húsavík

Flugeldasala Kiwanismanna verður í Fjörunni, veitingastaðnum við höfnina á Húsavík.
Flugeldasala Kiwanismanna verður í Fjörunni, veitingastaðnum við höfnina á Húsavík.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi er með sína árlegu flugeldasölu á Húsavík fyrir þessi áramót. Þetta er stærsta fjáröflun klúbbsins og rennur afraksturinn að venju til ýmissa þarfra verkefna í heimabyggð, einkum líknar- og björgunarmála og hafa margir notið liðsinnis og aðstoðar Kiwanismanna um árabil.

Föstudaginn 29. desember stendur salan, sem er í veitingastaðnum Fjörunni, yfir frá kl. 13-22 og á laugardaginn 30. desember frá kl. 10.00 -22.00. Á Gamlársdag verða flugeldar seldir frá kl. 10.00 til 15.00.

Nánari upplýsingar um söluna og flugeldasýningu klúbbsins, má lesa á myndinni hér að ofan. JS

Nýjast