05. maí, 2011 - 16:20
Fréttir
Kirkjulistavika verður haldin í Akureyrarkirkju í 12. sinn dagana 8. -15. maí en hátíðin hefur verið haldin annað hvert ár frá
árinu 1989. Helstu markmið Kirkjulistaviku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á
að njóta góðra lista í kirkjunni.
Að vanda er lögð áhersla á fjölbreytileika og í boði verða óvenjulegir viðburðir auk hefðbundinna stórtónleika.