Topplið KFÍ stöðvaði sigurgöngu Þórs í 1. deild karla í körfuknattleik er liðið hafði betur í viðureign liðanna í Höllinni á Akureyri í kvöld, 113-104, eftir framlengdan leik. Þór hafði fyrir leikinn í kvöld unnið fimm leiki í röð og stóð vel í efsta liði deildarinnar framan af og hafði m.a. tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Ísafirði reyndust hins vegar sterkari og styrktu stöðu sína á toppnum. Eric James Palm var stighæstur í liði Þórs með 32 stig en hjá KFÍ var Edin Suljic atkvæðamestur með 34 stig. KFÍ hefur 28 stig á toppnum en Þór tíu stig í sjöunda sæti.