Keyrt á reiðhjólamann á Akureyri

Keyrt var á reiðhjólamann við Mímisbraut á Akureyri nú fyrir skömmu. Lögregla og sjúkrabíll eru á staðnum og er verið að flytja hjólreiðarmanninn til aðhlynningar á Sjúkrahús Akureyrar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er sú slasaða kona á miðjum aldri. Ekki er ljóst um alvarleika áverkana en virðist sem betur hafi farið en á horfði í fyrstu.

Nýjast