Kertum fleytt við Minjasafnstjörnina

Árleg kertafleyting verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri annað kvöld kl. 22. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni og hvetur fólk til að fjölmenna. Logi Már Einarsson alþingismaður mun flytja ávarp.

Í fréttatilkynningu segir: „Við minnumst helsprengjanna yfir Hiroshima og Nagasaki 1945. Jafnframt minnum við á og mótmælum sprengingum hervalda nútimans gegn Sýrlandi, Írak, Jemen, Afganistan og í Úkraínu. Hernaðarbandamenn Íslands eiga aðild að öllum þessum stríðum“. Flotkerti fást á staðnum.

 

Nýjast