Kertafleyting við Minjasafnstjörnina
Þriðjudaginn 9. ágúst kl. 22 verður kertafleyting við Minjasafnstjörnina á Akureyri til minningar um þá sem fórust þegar kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Jóhann Ásmundsson flytur hugvekju við athöfnina og kerti verða til reiðu á staðnum.
Kertum var í fyrsta sinn fleytt hér á landi árið 1985 til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Þriðjudaginn 9. ágúst verður einnig kertafleyting við Tjörnina í Reykjavík.