Keppt í hlaupi í Grímsey
Laugardaginn 7. september nk. verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen þreytt í annað skipti í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi milli 23 og 24 km.. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla.
Norðurheimskautshlaupið var í fyrsta skipti í september í fyrra og tókst með miklum ágætum og er óhætt að segja að hlauparar hafi skemmt sér hið besta. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra um stórbrotna náttúru Grímseyjar.
Skráning í hlaupið
Skráning er í hlaupið á www.hlaup.is annars vegar í 12 og hins vegar 24 km. Skráningu lýkur föstudaginn 31. ágúst kl. 22.00. Ekkert skráningargjald er í hlaupið.
Frekari upplýsingar
Um skipulagningu hlaupsins sjá Einar Eyland (eey@eimskip.is), Óskar Þór Halldórsson (reynilundur6@gmail.com) og Kári Þorleifsson (kari.thorleifsson@gmail.com) Þeir veita allar nánari upplýsingar.