Tæplega 700 börn keppa í algreinum og rétt rúmlega 100 í skíðagöngu. Verðlaunaafhending eftir fyrsta keppnisdag fer fram í Íþróttahöllinni í kvöld kl. 20.00. Strax kl. 10.00 í fyrramálið verður keppni haldið áfram. Einnig verður keppt í algreinum og göngu á laugardagsmorgun en mótinu verður slitið að lokinni verðlaunaafhendingu í Íþróttahöllinni kl. 15.00 á laugardag.