Keppni á Andrésar Andar leikunum í fullum gangi

Eftir glæsilega skrúðgöngu og settningarhátíð í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld, hófst keppni á Andrésar Andar leikunum á skíðum í Hlíðarfjalli í morgun. Alls taka tæplega 800 keppendur þátt í leikunum að þessu og er áhætt að segja að Hlíðarfjall iði af lífi þessa dagana.  

Tæplega 700 börn keppa í algreinum og rétt rúmlega 100 í skíðagöngu. Verðlaunaafhending eftir fyrsta keppnisdag fer fram í Íþróttahöllinni í kvöld kl. 20.00. Strax kl. 10.00 í fyrramálið verður keppni haldið áfram. Einnig verður keppt í algreinum og göngu á laugardagsmorgun en mótinu verður slitið að lokinni verðlaunaafhendingu í Íþróttahöllinni kl. 15.00 á laugardag.

Nýjast